Alræði öreiganna - Pétur og úlfurinn (öll platan)

Ragnar Jón Ragnarsson
Ragnar Jón Ragnarsson
10.2 هزار بار بازدید - 10 سال پیش - Árið 2007 komu saman fjórir
Árið 2007 komu saman fjórir drengir og tóku upp eigin útsetningu á verkinu kunna Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev.
Platan var gefin út í mjög takmörkuðu upplagi og hefur ekki verið í almennri sölu í þónokkur ár.

Hér er platan í fullri lengd.

Alræði öreiganna:

Humi (Ragnar Jón Ragnarsson): Hljómborð og furðuhljóð
Halldór Armand Ásgeirsson: Gítar
Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson: Trommur, básúna og borvél
Helgi Egilsson: Bassi (og upptökustjórn)

Hér má sjá umfjallanir um plötuna.

Hljómplötudómur Arnars Eggertssonar í Morgunblaðinu:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/11...

Umfjöllun Árna Guðmundssonar um tónleika í Hafnarfjarðarleikhúsinu:
http://addigum.blogspot.be/2006/06/pt...

Umfjöllun Rjómans um plötuna:
http://rjominn.is/2007/04/03/petur-og...

Texti í hulstri:
Tónævintýrið kunna, Pétur og Úlfurinn, var upphaflega samið af Sergei Prokofiev árið 1936 og birtist hér aðdáendum verksins í spánýrri og vonandi eftirminnilegri útgáfu. Að okkur minnir var það hugmynd Snorra að gaman væri að heiðra þá félaga, Pétur og úlfinn. Við útsettum lögin og sömdum út frá stefjum Prokofievs, lögðum okkur fram við að fanga anda verksins eftir fremsta megni og höfum nú heilt tónverk í höndunum. Upptökur fóru fram fallega vetrarhelgi í Janúar 2007, stuttu eftir að Humi hafði fest kaup á dýrindis sundlaugagrænum jeppa. Neysluæðið rann þó ekki af honum fyrr en sex dögum síðar er hann fjárfesti í fáguðu og skínandi skó-pari í herrafataverslun sem kostaði hann þrjú þúsund krónum minna en áður nefndur jeppkaggi. Ljúf er sú tilfinning að fylgja skemmtilegri hugmynd eftir. Ljúf er sú tilfinning að ná settu markmiði. Auðmjúkir færum við þessa litlu hljómplötu í hendur ykkar og vonum að þið njótið vel.

-Öreigarnir

Sögumaður er Einar Aðalsteinsson
Lög og útsetningar: Alræði Öreiganna
Stef: Sergei Prokofiev

Tekið upp í Öreigastúdíóinu í Tónkvísl, Hafnarfirði, 20. og 21. janúar 2007
Básúna og borvél voru hljóðrituð í Loftkastalanum nokkru síðar.
Upptökur og hljóðblöndun: Helgi Egilsson
Tónjöfnun: HE og Jón Skuggi

Hönnun og umbrot: Heimir Héðinsson

Öreigaþakkir til Gamla Bókasafnsins, Danna Gítarhetju, Teits Haggis Árnasonar, Tónlistaskóla Hafnarfjarðar, Don Pedro, Söndru Gísladóttur, Stefáns Ómars, Bjarka hljómborðs, fjölskyldna og vina.

Lagalisti á bakhlið

1-8 *Kynningar
10 *Pétur á enginu
12 *Sundsprettur andarinnar
14 *Heimspekikisi
16 *Afi skakkar leikinn
18 *Miðdagsverður úlfsins
20 *Pétur og frábæra reipið
22 *Fall úlfsins
23 *Skothríð
25 *Skundað í dýragarðinn
10 سال پیش در تاریخ 1392/12/23 منتشر شده است.
10,286 بـار بازدید شده
... بیشتر